Læknanemar í­ Malawí­
31 mars, 2007

Heimferd.
A leidinni heim lentum vid i 7 londum a rett rumum solarhring!






::margrét dís:: |11:11|

-----------------------------

30 mars, 2007


Jæja, þá erum við allar 6 komnar til Íslands á ný! Við þrjár komum heim eftir mjööööög langt ferðalag sem innihélt m.a. stopp á 7 flugvöllum í 7 löndum á rétt rúmum sólarhring. Ef við höfum eitthvað lært á þessari ferð okkar þá er það að það er mjög lítið verið að stressa sig á tímanum í Afríku... eitthvað sem við áttum oft mjög erfitt við að sætta okkur við! Það er kannski ekki rétt að segja "ef við höfum lært eitthvað...." því að það er ekki spurning; allt í Malawi er svo gjörólíkt því sem við nokkurn tíman höfum kynnst hér á Íslandi, hvort sem það er inni á spítalanum eða utan hans. Eins og Magga sagði í síðasta bloggi þá vorum við Hjördís á Bottom Hospital síðasta daginn okkar og ég held að við höfum séð meira þessa 8 klst sem við vorum þar en 8 vikurnar á fæðingardeildinni heima í fyrravor.....
Nú tekur við 6 vikna próflestur fyrir lokaprófið okkar í maí. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, bæði þið sem hafið fylgst með okkur í gegnum bloggið en sérstaklega líka öllu því frábæra fólki sem við kynntumst í Malawi!


::Eva:: |16:23|

-----------------------------

27 mars, 2007

Kvennadeildin a Bottom Hospital

Eg for i heimsokn a faedingardeildina a spitalanum sem er stadsettur i fataekrahverfinu her i Lilongwe. Eg fekk ad elta norskan laekni og fylgjast med hvernig starfsemin er og hvad hann er ad gera tharna. Faedingarstofan er ein og hun rumar akkurat 14 rum sem er thett stillt upp. Sumstadar eru hengi a milli ruma en flest virka thau ekki sem er eiginlega agaett svo ad badar ljosmaedurnar og fau laeknarnir eigi einhvern moguleika a ad hafa yfirsyn. Her i thessari stofu eru 20 thusund faedingar a ari. Venjulega daga eru 40 faedingar. Eina naeturvaktina voru 2 ljosmaedur a vakt og thad faeddust 35 born og sum thurfa ad faedast a golfinu milli rummanna. Thessar tolur eru meira en faranlegar. Launin enn meira faranleg og i thokkabot er gjarnan sleppt ad borga thau. Thad er ekki skritid ad menntad starfsfolk flui land thegar theim bidst gull og graenir skogar i Evropu og Ameriku og fa tha ad vinna vid okkar skilyrdi. Thessi dagur eins og margir adrir dagar her i Afriku hafa sett sin spor. Stelpurnar eru thar i dag, ad standa keisara og upplifa, sjuga inn andrumsloftid a faedingargangi Bottom Hospital.

A morgun hefjum vid hina longu leid heim a nordurhvel jardar. Thad verdur notalegt ad stiga um bord i flugvelina. Bestu kvedjur heim, Magga.


::margrét dís:: |09:05|

-----------------------------

25 mars, 2007

Sma fri fra spitalanum

Vid kiktum til Zambiu i safari leidangur i leit ad ljonum og giroffum. Adalbrandarinn var hvar eru tigrisdyrin sem eiga vist ekki ad vera a svaedinu. Vid gistiadstoduna okkar var litil sundlaug sem var mjog notaleg annann daginn thegar buid var ad fylla hana. Thridja daginn hofdum vid engan ahuga a ad nota hana thvi um morguninn voru fotspor eftir 2 flodhesta sem hofdu notid laugarinnar um nottina. Allar naetur heyrdum vid kall flodhestanna og thegar vid vildum koma fra kofanum okkar ad adalsvaedinu attum vid ad klappa til thess ad fa fylgd a stadinn. Ekki thad ad eg viti alveg hvad fylgdarmadurinn aetti ad geta gert ef flodhestur kaemi. Flodhestar eiga vist ad vera ein haettulegustu dyrin a svaedinu.

I ferdinni hafdi syklahraeddi laeknaneminn Margret misst spritt yfir passann sinn. I Zambiu og Malawi er visad inn i landid stimpill svo thad var pinu maus ad sannfaera verdina ad thetta vaeri nu samt svona. Reddadist semsagt. En thad er pinu kul ad segja ad passinn minn hafi skemmst i Zambiu.

I naestu viku verdum vid a faedingardeildinni med norskum kvennssjukdomalaekni sem vid hittum her. Hann er ad vinna ad verkefni sem aetlar ad sja um ad halda her stodugri thjonustu faedingalaeknis og thad er mikil thorf a thvi her og thad verdur ahugavert ad kynnast thvi starfi sem hann er ad hrinda af stad. Her er mikill laeknaskortur, reyndar skortur a svona eiginlega ollu en thad er annad mal. Tha hofum vid adeins fengid ad kynnast almennri laeknistjonustu i Malawi i sveit og borg en einnig barnadeild og faedingardeild sem eru liklega thau svid sem eru her verst stodd.

Kvedja,
Magga, Eva, Hjordis


::margrét dís:: |14:39|

-----------------------------

19 mars, 2007

Jaeja, eg skildi Disarnar tvaer eftir a barnadeildinni i dag og fludi sjalf inn a skurddeildina. Vid hittum tvo bandariska skurdlaekna i sidustu viku og eg fekk ad vera med theim i dag. Annar thessara tveggja laekna hefur undanfarin 4 ar ferdast um heiminn og bara unnid vid thad ad skera upp. Thetta er i thridja skiptid sem hann er her i Malawi en thar fyrir utan hefur hann verid i Sudan, Irak, Ethiopiu, Columbiu ofl stodum. Hinn er i serfraedinami i skurdlaekningum og tekur hluta af thvi herna. Thetta var reyndar ekki besti dagurinn ad vera a skurdstofunni thvi thegar vid maettum a morgunfundinn tha var fyrsta tilkynningin ad skurdstofuhjukrunarfraedingarnir vaeru farnar i verkfall og thad yrdu bara gerdar bradaadgerdir i dag. Eg fekk reyndar ad skruppa mig inn i eina adgerd thratt fyrir thad, miltistoku auk thess sem reynt var ad hnyta fyrir aedahnutana sem madurinn var med i kringum maga og velinda vegna skorpulifur. Vorum thrju skrubbud inn i adgerdina fyrir utan eina skurdstofuhjukku og thad hefdi alls ekki matt vera minna. Their eiga ekkert neitt vodalega mikid af hokum, thannig ad hendurnar eru ospart notadar til ad halda hinum ymsu innyflum fra sjonsvidinu. Skurdlaeknarnir tveir vorum badir erlendir, annar yfri attraett fra Filipseyjum; algjor snillingur og gerdi vinnuna sina mjog vel og hratt. Hinn sem adstodadi hann var fra Russlandi og madur thurfti hreinlega ad vara sig a honum..... rosalega fyrirferdamikil.... liklega bara brussa a agaetri islensku. Eg fekk ad threifa full i kvidarholinu, ma a lifrinni sem var bara ekkert likt thvi sem eg helt ad vaeri lifur...... Sidan eftir adgerdina fekk eg ad sauma sarid saman med Russanum. Eg held reyndar ad eg myndi andast ur hita a timapunkti i adgerdinni. Mer leid miklu frekar eins og eg vaeri a leid ad vinna i frystihusi en i adgerd a sjukrahusi; fyrir utan spitalanattfotin sem eg kom sjalf med tha var eg i stigvelum, med plastsvuntu framan a mer, i adgerdarsloppi og i tvofoldum honskum....... og fyrir utan hitann sem var inni a skurdstofunni.....

Fyrir utan adgerdina fekk eg adeins ad fylgjast med a skurdmottokunni thar sem barn var ma saumad. Her eru thvi midur engar deyfingar thannig ad starfsfolkid heldur barninu nidri medan thad er verid ad sauma thad..... ekki skemmtileg sjon. Sidan var eins og serpantad fyrir mig barn med adskotahlut i eyranu. Her eru engar smasjar eda sog eins og a HNE heima thannig ad thad var nal sem var nanast stungin blint inn i eyrad a barninu og adskotahluturinn nadur thannig ut..... lika her var barninu haldid.....

A eftir ad heyra hvernig dagurinn var hja stelpunum en thegar eg hitti a thaer i hadeginu virtist hafa verid eitthvad minna ad gera a barnadeildinni.... held ad hun megi lika alveg vid thvi!!

Vid bidjum kaerlega ad heilsa heim.... thad verdur ekkert um blogg ut vikuna thar sem vid erum a leidinni til Zambiu i fyrramalid. Bokudum flugid thannig ad vid hefdum nokkra daga til aflogu eftir ad verknaminu var lokid herna, en rakumst sidan a safariferd til Zambiu sem er i thessari viku. Fengum thess vegna leyfi til ad maeta a sjukrahusid i stadin naestu helgi + manudag og thridjudag adur en vid forum heim (komum ss heim naesta fimmtudag, 29. mars fyrir tha sem vilja halda veislu fyrir okkur ;)).


::Eva:: |14:16|

-----------------------------

15 mars, 2007

Goda kvoldid! Thetta er taka tvo a faerslunni thannig ad eg thori ekki annad en ad hafa hana stutta en thid takid vonandi viljann fyrir verkid!
Vid erum nuna bunar ad vera 4 daga i hofudborginni Lilongwe... thetta er ekki beint sjarmerandi borg og vid erum svo miklar gungur ad vid thorum varla ut ur husi eftir ad thad verdur dimmt eftir oskemmtilega reynslu af myrkrinu herna kvoldid sem vid komum hingad. Vid erum tho bunar ad finna nokkra goda veitingastadi og thad er meira en haegt var ad segja um Monkey Bay!
Vid maettum galvaskar a spitalann a manudagsmorgun og vorum bunar undir klassiska Malawiska bid. Vid fengum ju ad bida en eftir klukkustund var okkur svo bara sagt ad thad vaeri ekki haegt ad taka a moti okkur i dag thannig ad vid vorum bara sendar heim... Lofadi sem sagt ekki godu en svo maettum vid daginn eftir og thad var bara tekid ljomandi vel a moti okkur. Vid erum bunar ad vera a barnadeildinni seinustu thrja daga og thad er ohaett ad segja ad thad hafi tekid a... Thar er haegaesludeild med 5 rumum en hun er verr buin en almenn deild heima a Islandi! Sidan er deild fyrir veikustu bornin, svo kollud A-deild og thar eru ca. 60 rum og oftar en ekki 2-3 born i hverju rumi. Algengir sjukdomar a deildinni eru malaria, lungabolga og heilahimnubolga og eftir ad bornin eru buin ad vera tharna i einn solarhring eru thau oft komin aukalega med sjukdominn sem barnid sem liggur vid hlidina a theim er med! A morgunfundi i gaer var tilkynnt ad thad hefdu verid 60 innlagnir, 5 utskriftir og 5 andlat sidastlidinn solarhring... alveg otrulegar tolur midad vid litla Island! Sidan eru Hjordis og Eva badar bunar ad horfa upp a barn deyja a deildinni, omurlegt ad horfa upp a thetta og geta ekkert gert i thvi! Thetta eru thvi bunir ad vera vaegast sagt erfidir dagar a spitalanum i vikunni! Okkur var tilkynnt strax ad vid megum ekki taka myndir a spitalanum thannig ad thad verdur litid birt af myndum naestu vikurnar.
En jaeja... latum thetta gott heita i bili. Um helgina aetlum ad reyna ad endurnaera okkur og fara i fri a strandstad vid vatnid herna stutt fra!
Bestu kvedjur fra Malawi,
Hjordis, Magga Dis og Eva


::hjordis:: |16:57|

-----------------------------

08 mars, 2007

Jæja, þá er farið að styttast í annan endan á dvölinni okkar hér í Monkey Bay. Tíminn hérna er búin að vera alveg frábær og þvílíkt lærdómsríkur. Ekki skemmir fyrir að hafa allt þetta yndislega fólk frá ICEIDA í kringum okkur og erum við þeim endalaust þakklátar fyrir alla hjálpina og félagsskapinn. Vid ætlum að nota tækifærið fyrst að vid komumst í tölvu til að skrifa að taka aðeins saman nokkrar staðreyndir um Monkey Bay og það sem er að gerast á spítalanum. Það verður bara að líta á þetta blogg sem nokkurra daga blogg, enda er það nógu langt... Reiknum ekki með því að komast á netið aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi þegar við komum til Lilongwe.


Spítalinn sem við höfum verið á hér í Monkey Bay heitir Monkey Bay Community Hospital (MBCH). Spítalinn sér síðan um 4 aðrar heilsugæslustöðvar hér á svæðinu (sem er eitt af fimm svæðum í Mangochi héraðinu). Í Monkey Bay héraðinu eru ca 110.000 manns en sú tala er svolítið á reiki eins og margt annað í þessu landi. Á spítalanum eru rúm fyrir 30 sjúklinga en hingað koma ca 300 manns á dag í móttökuna. Eins og stelpurnar voru búnar að lýsa í Blantyre, þá sjá ættingjarnir um alla aðhlynningu og að elda fyrir sjúklingana. Það er þó ekki eins og það sé einhver sérstök aðstaða fyrir þetta hlutverk aðstandendanna og því er oft erfitt að ganga um gangstéttina fyrir utan legudeildina því þar situr fólk og eldar mat handa sjúklingunum. Hérna er líka fæðingardeild þar sem fæðast að meðaltali 3 börn á sólarhring (amk meðan við höfum verið hérna), en að meðaltali eignast hver kona í Malawi 6,7 börn (miðað við ca 2 börn heima). Helmingurinn af börnunum sem faedast i heradinu faedast her a deildinni en hinn helmingurinn fæðast heima með aðstoð sérstakra sjálfboðaliða (traditional birth attendants) ef það næst í þær. Það er engin skurðdeild hérna (ekki enn, það er verið að byggja hana, en það er ekki enn vitað hvernig á að manna skurðdeildina þannig að það er ekki farið út í að kaupa tæki á skurðstofuna ennþá), þannig að ef það þarf að taka börnin með sogklukku eða gera keisaraskurð þá þarf að flytja konuna til Mongochi sem er 65 km sunnan við MB. Flutningurinn er með sjúkrabíl... eða ef sjúkrabíll má kalla.... það eina sem þessi sjúkrabíll hefur sameiginlegt með sjúkrabílunum heima er ljósið á þakinu (sem reyndar er rautt hér). Það er ekki nógu mikið starfsfólk hérna til að fylgja konunum til Mangochi þannig að það fellur í hlut ættingjanna að fylgja konunni (og öðrum sjúklingum sem þarf að flytja) í sjúkrabílnum. Ekki nog med ad þetta sé 65 kilometra í burtu heldur er vegurinn bókstaflega eins og þvottabretti þannig ad ferðalagið þangað er ca eins og hálfs klukkutíma langt!!


Hérna við stöðina eru að öllu jöfnu ekki læknar sem sjá um læknisþjóunstuna heldur svo kallaðir læknatæknar (clinical officers) sem hafa 4 ára háskólanám að baki og læknaliðar (medical assistants) sem hafa 2 ára háskólanám að baki ad baki. Þeir sem útskrifast sem læknar fra Malawi eru víst oftast fljótir ad koma sér úr landi þar sem þeir fá betri laun. Læknatæknirinn sem var með okkur í morgunsegist fá ca 15000 ísl kr á mánuði í laun en margir læknatæknar geta þrefaldað launin sín ef þeir yfirgefa Malawi og fara að vinna fyrir samtök eins og “Læknar án landamæra”. Hérna er að vísu mjög ódýrt að lifa en engan vegin það ódýrt að maður geti leyft sér mikinn munað ef maður er med 15000 kr i mánaðarlaun. Thjonustufolkid i husum ICEIDA sem vid buum i eru med 6-7000 kr i manadarlaun og thad teljast vera nokkud god laun her! Verdlagid herna er thannig ad madur getur keypt thad sem er raektad herna a svaedinu fyrir smapening en ef madur aetlar ad kaupa eitthvad innflutt tha er thad ekkert mikid odyrara en i Noatuni og jafnvel dyrara. Vid keyptum t.d. litla tunfiskdos a 250 kr um daginn og fannst thad thvilikt ran thvi vid vorum nybunar ad kaupa poka stutfullan af thvi graenmeti sem markadurinn bydur upp a thessa dagana a svipadan pening.

Jaeja, hadegishleid ad verda buid og vid tekur framhald af stofugangingum i morgun sem er ovenju langur og mikid af mjog veiku folki med AIDS, berkla, malariu og annad sem er ekki daglegt braud heima en thvi midur allt of daglegt braud herna... Thetta er tho ekki allt upptalid og kannski skrifum vid meira um Monkey Bay i naestu viku annars verdid thid bara bida spennt eftir framhaldinu thangad til vid komum heim eftir thrjar vikur.


Takk kaerlega fyrir oll kommentin, aedislegt ad fa svona kvedjur fra ykkur thegar madur er svona einangradur og langt i burtu! Latum nokkrar myndir flakka med en eigum thvi midur enga ef Evudis en her er alveg endalaust mikid af saetum bornum sem vid hofum tekid myndir af!



::Eva:: |11:06|

-----------------------------
















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn