Læknanemar í­ Malawí­
28 febrúar, 2007

Jæja þá erum við komnar heilar á höldnu til Monkey Bay og búnar að koma okkur vel fyrir í villunni sem við búum í... Við vorum að vísu ekki alveg vissar um hvort við kæmumst heilar á höldnu á áfangastað á sunnudagskvöldið því eftir vel heppnuð flug tók við minna heppnuð rútuferð í minibus-unum sem stelpurnar hafa lýst svo skemmtilega. Í okkar farartæki voru sem sagt 26 manns auk ýmis varnings og annars farangurs. Okkur leið s.s. eins og vel krömdum sardínum í dós þegar við komust hingað eftir að hafa þurft að múta bílstjóranum til að keyra okkur alla leið. Þetta var samt allt þess virði þegar við fórum að sofa í prinssessu-moskítónetunum okkar!
Vikan hefur síðan farið rólega af stað hér í Monkey Bay og ágætur maður hefur kennt okkur það að á Íslandi stjórnar tíminn fólkinu en hér stjórnar fólkið tímanum... þessu höfum við svo sannarlega komist að! Við höfum verið að skoða okkur um á heilsugæslunni hér og eru aðstæður vægast sagt mjög bágbornar m.v. það sem við þekkjum að heiman. Við vorum búin að búa okkur undir að þetta væri frumstætt en samt kom okkur þetta í opna skjöldu! Maður þarf liggur við að halda aftur af tárunum á stofugangi hérna þegar maður horfir á veiku börnin án þess að geta gert mikið fyrir þau! Við reynum að skrifa meira um starfsemina hérna þegar við erum búin að vera lengur hér en við fáum að öllum líkindum að vera hér í tvær vikur í staðinn fyrir eina enda er margt að sjá hérna! Á kvöldin höfum við svo verið að hafa það huggulegt og reynt að elda góðan mat á milli þess sem við veiðum froska og köngulær til að henda út úr húsinu okkar! Fyrir áhugasama er æðislegt veður hérna, léttskýjað og logn, passlega heitt og þrumur og eldingar þegar við erum í rólegheitum heima á kvöldin!
En svona er Malawi í dag sem sagt! Reynum að láta heyra í okkur fljótlega aftur!
Kveðja frá azungu í Malawi, Hjördís, Eva og Magga Dís


::hjordis:: |12:40|

-----------------------------

27 febrúar, 2007

Loksins loksins!!!

Vid erum komnar i netsamband, ,,the fastest internet" i hofudborginni tar sem tad tekur um 5 min ad senda eitt stykki tolvupost. Gaedi eru afstaed!

Kannski vert ad taka tad fram ad her skrifa solbrunu skvisurnar sem eru bunar ad vera herna i nokkrar vikur og er a fullu i undirbuningi fyrir heimferd.

Vid kvoddum Irisi fyrir rumum 2 vikum og hun helt heim. Vid hinar 2 heldum til Mangochi, sem er baer um 1 klst akstur fra Monkey Bay. Tar vorum vid a sjukrahusi, asamt laeknanemum fra Alaska og Hollandi. Vid bjuggum allar a heimavist vid hlidina a spitalanum og myndadist halfgerd sumarbudarstemming hja okkur, vid eldudum saman og deildum sogum af heimaslodum. Sjukrahusid er medalstort, med um 200 rum, skurdstofa, rontgen og ,,rannsoknarstofa" tar sem ekki var einu sinni haegt ad gera almenna blodrannsokn.

A sidustu vikum hofum vid lika heimsott tvo nyja stadi, Zomba plateau og Senga Bay. Zomba plateau er otrulega fallegur stadur i um 2000 m yfir sjavarmali, skogi vaxin med am, fossum og manngerdum stiflum sem mynda storglaesileg stoduvotn. Vid syndum mikinn dugnad og skelltum okkur i 4 klst fjallgongu, mest upp i moti og endudum a fjallaklifri nidur halar brekkur. Hlutum ad launum strengi a ymsum stodum naestu dagana... Senga Bay er halfgerdur strandstadur vid vatnid. Tar forum vid m.a. i siglingu ut a vatnid i litla eyju sem heitir Lizard Island (Edlueyja). Tar snorkludum vid en vorum vakandi fyrir tvi allan timann ad rekast a edlur a sundi, en sluppum sem betur fer vid tad. Vorum nefnilega nylega bunar ad heyra ad herna i Malavi vaeru til 2 haettulegar edlutegundir.

A tessum ferdalogum okkar gerdumst vid svo hugrakkar ad ferdast med Mini-bus... Eins og vid hofum minnst a adur eru tetta L-300 ,,rugbraud" sem i er tjappad a.m.k. 20 fullordnum, eins morgum bornum og verda vill asamt ymsu ur dyrarikinu, s.s. turrkudum velilmandi fiski og kjuklingum a faeti. Tetta er natturulega omissandi reynsla.

I gaer komum vid okkur svo til Lilongwe, hofudborgarinnar. Verdum her fram ad brottfor a fimmtudaginn. To aevintyrum okkar her i Malavi se oliklega lokid latum vid tetta verda okkar sidustu faerslu og gefum boltann yfir a stollur okkar, Evu, Moggu Dis og Hjordisi.

Tokkum dyggum lesendum okkar fyrir omaeldan studning og ahuga.

Kvedja fra lifsreyndum laeknanemum,
Hrafnhildur og Solveig


::Sólveig:: |12:43|

-----------------------------

22 febrúar, 2007

Nú er ferðalag okkar þriggja í seinna holli að hefjast. Við erum búnar að vera fyrri hluta valtímabilsins okkar á sjúkrahúsinu í Lundi og átt góðan tíma hér! Á morgun leggjum af stað til Kaupmannahafnar ef veður leyfir. Svíþjóð ákvað nefnilega að kveðja okkur með snjóstormi sem hefur lamað allar almeningssamgöngur hér syðst í Svíþjóð og umferð yfir Eyrasundsbrúna hefur verið takmörkuð. Við vonum bara að það verði komið í lag á morgun en annars notum við bara “gömlu” aðferðina og finnum okkur bát yfir til Danmerkur. Á laugardaginn fljúgum við svo til Amsterdam, þaðan til Nairobi og verðum komnar tæpum sólahring síðar til Lilongwe. Erum orðnar mjög spenntar að komast úr kuldanum hér yfir í hitann fyrir sunnan miðbaug. síðustu dögum erum við búnar að eyða í að redda okkur öllum nauðsynlegum búnaði og að lesa okkur til um Malawi.
Planið okkar er þannig að fyrstu vikuna verðum við í Monkey Bay og fylgjumst með starfseminni á heilsugæslustöð þar. Síðan verðum við þrjár vikur í höfuðborginni Lilongwe á háskólasjúkrahúsi þar. Annars skilst okkur að plön séu ekki mjög heilög þarna úti þannig að við erum undir það búnar að þetta gæti verið eitthvað breytt þegar við mætum á svæðið.
Við reynum síðan að láta vita af okkur sem fyrst aftur eða eftir því sem nettengingar þarna í Malawi leyfa!
Hjördís, Eva og Magga Dís


::hjordis:: |23:41|

-----------------------------

05 febrúar, 2007

Lifid i Monkey Bay

Tetta skrifudum vid 2.feb en gatum ekki sett a netid fyrr en i dag.
Dagskrain okkar herna hefur verid fjolbreytt. Vid hofum fengid ad kynnast ymsum svidum sjukrahussins, m.a. maedravernd, HIV fraedslu og medferd, almennri legudeild tar sem 90% innlagna er vegna malariu og nokkurs konar bradamottoku. Her eru engir laeknar starfandi heldur svokalladir medical assistants (2 ara nam) og clinical officers (4 ara nam). A hverjum degi myndast langar radir fyrir utan skodunarherbergin og er ekki oalgengt ad tad komi 250 manns a dag sem 2-3 starfsmenn sinna. Tetta myndu islenskir laeknar ALDREI taka i mal. Maedraverndin fer fram a svolitid serstakan hatt. Fyrst eru konurnar vigtadar og blodtrystingsmaeldar, svo kemur ad fraedslunni. Hun fer fram med song tar sem textarnir fjalla um fjolskylduradgjof og heilbrigt liferni og klappad er i takt. Mjog gaman ad taka tatt i tessu og aldrei ad vita nema ad vid innleidum tetta a Islandi ;) Fylgdumst lika med naeringarradgjof fyrir vannaerd born tar sem tau koma i reglulegt eftirlit med haed og tyngd. Saum m.a. 5 ½ ars stelpu sem var a haed vid 2 ara islenskt barn og vo adeins 9.5 kg. Eina sem i bodi er fyrir tau er vitaminbaett hnetusmjor sem maedur taka med ser heim, en ovist er i hvada maga tad endar tar sem tekkt er ad heimilisfedur gangi fyrir i ollu. Enda gengur illa ad tyngja sum bornin.
I fyrrakvold var okkur bodid i grillveislu til Sigga og Siggu asamt 2 islenskum hjonum sem her eru stodd timabundid. Tad tarf natturulega ekki ad taka tad fram ad tar var hofdinglega bodid, baedi af mat og veigum.
I gaer forum vid i gongutur til naerliggjandi torps vid strondina, Chizale. Vid heldum ad vid vaerum bunar ad sja svortustu Afriku en tetta slo ollu vid. Husin voru ad venju ur leir med stratokum, gluggalaus, klesst upp vid hvort annad og byggd i brekku nidur ad vatninu. Nanast allt fullordna folkid var ad gera ad nyveiddum fiski og tugir barna hopudust i kringum okkur.
I dag er aetlunin ad fara i annad naerliggjandi torp asamt starfsfolki spitalans og Sigga. Tetta er halfpartinn vitjun i torpid sem heild til ad tryggja m.a. bolusetningar fyrir born og annad naudsynlegt.
En hvad timann vardar hefur hann aldrei lidid jafn hratt og her i Monkey Bay! Tad fer svo vel um okkur og alltaf eitthvad nytt og spennandi a hverjum degi. Lifid var meira i rutinu i Blantyre. Tau hjonin Siggi og Sigga hafa lika verid einstok vid okkur, algjorar perlur og vilja allt fyrir mann gera.
Hlokkum til helgarinnar ….meir um tad sidar.
Kvedja fra Monkey Bay,
HIS


::Sólveig:: |14:30|

-----------------------------
















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn