Læknanemar í­ Malawí­
30 desember, 2006

Stutt um Malawi

Malawi er eitt af þéttbýlustu ríkjunum í Afríku sunnan Sahara og íbúafjöldin er hátt í 13 miljónir. Regntímabilið nær frá nóvember til Apríl og landið er frægt fyrir náttúruhamfarir, bæði þurrka og ofsaregn og hefur það þýtt að landið fær mörg þúsundir tonna af mat í neyðaraðstoð á ári hverju. Meðal tekjur íbúa eru undir einum bandaríkjadali á dag og telst landið till fjórða fátækasta ríki heims. Malawi er bændasamfélag og helstu útflutningsvörurnar eru tóbak, te og sykur en nú er ríkisstjórnin mikið að hvetja bændur til þess að taka upp bómullarrækt nú þegar hin vestrænu ríki eru að draga úr neyslu tóbaks. Meðallífslíkur eru 36.2 ár og það er 5 árum lægra en það var fyrir 50 árum síðan og er það rakið til vannæringar, skort á læknisaðstoð, alnæmi og lítillrar menntunar. Hins vegar má geta þess að meðalaldur íslensku þjóðarinnar árið 2005 var sömuleiðis 36 ár á meðan hann var 16 ár í Malawi. Ungbarnadauði eru 103 á hver þúsund fædd börn á meðan svipaðar tölur hér á landi eru 2,3 börn á hver þúsund fædd (árið 2005).

Upplýsingar fengnar frá Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is), CIA factbook (https://www.cia.gov/cia/publications/factbook/index.html), BBC Country profile (http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/country_profiles/1068913.stm).


::margrét dís:: |15:16|

-----------------------------

29 desember, 2006 Ferðin að hefjast.....

Fyrir um ári síðan þegar við vorum að hlusta á ferðasögur vina okkar sem fóru til Uganda, Kenya og Indlands í hjálparstarf var það okkur fjarlæg tilhugsun að einungis ári seinna að vera á kafi í undirbúningi fyrir ævintýrið okkar til Malawi. Við erum sex læknanemar við nám við Læknadeildina við Háskóla Íslands. Þessi ferð er valnámskeið á lokaári okkar í læknisfræðinni.

Við förum í tveimur hópum; Sólveig, Íris og Hrafnhildur fara nú strax eftir áramót en Magga Dís, Hjördís og Eva fara í lok febrúar.
Fyrri hópurinn flýgur frá Íslandi til London og þaðan Amsterdam, Nairobi og loks Lillongwe sem er höfuðborg Malawi. Seinni hópurinn verður í Svíþjóð í janúar og febrúar og ferðast frá Kaupmannahöfn til Amsterdam og síðan sömu leið og fyrri hópurinn. Frá Lillongwe verður farið með rútu til Blantyre þar sem háskólinn í Malawi er staðsettur.
Við verðum að hluta til á háskólasjúkrahúsinu í Blantyre en einnig ætlum við að kynna okkur heilbrigðisstarfsemina í þorpum Malawi, Mongachi og Monkey Bay. Markmið ferðarinnar er að upplifa og kynnast læknisfræði og menningu Malawi bæði til borga og sveita.


::Eva:: |19:55|

-----------------------------
















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn