| Læknanemar í Malawí | ||
|
Fyrir um ári síðan þegar við vorum að hlusta á ferðasögur vina okkar sem fóru til Uganda, Kenya og Indlands í hjálparstarf var það okkur fjarlæg tilhugsun að einungis ári seinna að vera á kafi í undirbúningi fyrir ævintýrið okkar til Malawi. Við erum sex læknanemar við nám við Læknadeildina við Háskóla Íslands. Þessi ferð er valnámskeið á lokaári okkar í læknisfræðinni. Við förum í tveimur hópum; Sólveig, Íris og Hrafnhildur fara nú strax eftir áramót en Magga Dís, Hjördís og Eva fara í lok febrúar. Fyrri hópurinn flýgur frá Íslandi til London og þaðan Amsterdam, Nairobi og loks Lillongwe sem er höfuðborg Malawi. Seinni hópurinn verður í Svíþjóð í janúar og febrúar og ferðast frá Kaupmannahöfn til Amsterdam og síðan sömu leið og fyrri hópurinn. Frá Lillongwe verður farið með rútu til Blantyre þar sem háskólinn í Malawi er staðsettur. Við verðum að hluta til á háskólasjúkrahúsinu í Blantyre en einnig ætlum við að kynna okkur heilbrigðisstarfsemina í þorpum Malawi, Mongachi og Monkey Bay. Markmið ferðarinnar er að upplifa og kynnast læknisfræði og menningu Malawi bæði til borga og sveita.
Comments:
Skrifa ummæli
|
||