| Læknanemar í Malawí | ||
|
Stutt um Malawi Malawi er eitt af þéttbýlustu ríkjunum í Afríku sunnan Sahara og íbúafjöldin er hátt í 13 miljónir. Regntímabilið nær frá nóvember til Apríl og landið er frægt fyrir náttúruhamfarir, bæði þurrka og ofsaregn og hefur það þýtt að landið fær mörg þúsundir tonna af mat í neyðaraðstoð á ári hverju. Meðal tekjur íbúa eru undir einum bandaríkjadali á dag og telst landið till fjórða fátækasta ríki heims. Malawi er bændasamfélag og helstu útflutningsvörurnar eru tóbak, te og sykur en nú er ríkisstjórnin mikið að hvetja bændur til þess að taka upp bómullarrækt nú þegar hin vestrænu ríki eru að draga úr neyslu tóbaks. Meðallífslíkur eru 36.2 ár og það er 5 árum lægra en það var fyrir 50 árum síðan og er það rakið til vannæringar, skort á læknisaðstoð, alnæmi og lítillrar menntunar. Hins vegar má geta þess að meðalaldur íslensku þjóðarinnar árið 2005 var sömuleiðis 36 ár á meðan hann var 16 ár í Malawi. Ungbarnadauði eru 103 á hver þúsund fædd börn á meðan svipaðar tölur hér á landi eru 2,3 börn á hver þúsund fædd (árið 2005). Upplýsingar fengnar frá Hagstofu Íslands (www.hagstofa.is), CIA factbook (https://www.cia.gov/cia/publications/factbook/index.html), BBC Country profile (http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/country_profiles/1068913.stm).
Comments:
Skrifa ummæli
|
||