Læknanemar í­ Malawí­
21 janúar, 2007

Liwonde National Park

Erum nykomnar heim ur frabaeru safari til Liwonde. Liwonde National Park er staersti tjodgardurinn Malavi, med um 2000 flodhesta, 900 fila, 600 blettatigra og fleira.
Vid vorum sottar snemma i gaermorgun af Mike, bilstjora ferdaskrifstofunnar og vid tok 2 tima keyrsla ad utjadri gardsins. Tadan var farid med hradbat eftir anni Shire sem liggur i gegnum gardinn aleidis til Mvuu Lodge, en tad er finasti gististadurinn tar. Tetta var um 1 klst sigling med stoppum til ad skoda flodhesta og filahjord vid mikinn fognud okkar.
Tegar vid komum a stadinn tok a moti okkur einvala lid af starfsfolki og beid okkar ljuffengt hadegishladbord tar sem m.a. var bodid upp a chambo, sem er besti fiskur sem faest i Malavi. ,,Herbergid” okkar kom notalega a ovart. Tetta var halft hus og halft tjald. Grunnurinn og nedri hluti veggjanna var steyptur en restin var ur neti og duk. Allt var mjog snyrtilegt og fint, rumin taegileg og stor og snyrtingin til fyrirmyndar. Husin standa a arbakkanum og eru engar girdingar sem skilja ibua tjodgardarins fra gestum hans. Til advorunar er stort skilti med vidvoruninni: ,,Beware of the Hippos!” (Varist flodhestana)… Svo ekki se minnst a krokodilana vid verondina. Einnig vorum vid varadar vid tvi ad geyma saetindi i herberginu tar sem ikornar stadarins eiga tad til ad bjarga ser um bita. Vid viggirtum nanast tad litla sukkuladi sem vid vorum med, en allt kom fyrir ekki. I morgun reyndist vera stort gat a pokanum og buid ad narta i gummeladid…
I gaer forum vid i 3 klst jeppasafari tar sem vid saum fjoldann allan af dyrum, m.a. sebrahesta, fila, flodhesta, buffalo, nokkrar tegundir antilopa, vortusvin, apa, litrika fugla og margt fleira. Tvi midur saum vid ekki blettatigra, en tad er vist mjog sjaldgaeft tar sem teir halda mest kyrru fyrir yfir daginn. Til ad byrja med var steikjandi hiti sem endadi svo med hressandi steypibadi i svartamyrkri sidustu 10 min. ferdarinnar, svo miklu ad madur vard ad hnipra sig saman og loka augunum. Um kvoldid snaeddum vid ymsa retti vid nokkud ovenjulegar adstaedur. Vegna aragrua af nokkurs konar molflugum, sem tyrptust ad ollum ljosum, vorum vid tilneydd til ad borda i myrkri. Tad var bara frekar notalegt, alveg tar til Iris fekk eitt stykki flugu med hvitvinssopanum!
Eftir vidburdarikan dag var gengid snemma til nada, enda slokkt a rafalnum kl 21. Vid nadum to ekki ad festa svefninn djupt vegna hinna ymsu dyrahljoda, voknudum m.a. vid rum i flodhestum sem labba um lodina i skjoli naetur. Okkur grunadi lika sterklega ad tad vaeri ledurblaka inni hja okkur en to fannst hun aldrei, tratt fyrir itarlega leit :).
I morgun forum vid i 2 klst batasafari. Tar saum vid mikid af flodhestum, edlum og krokodilum en skemmtilegast var ad sja einn fil rifa i sig greinar af halfu tre i morgunmat. Eftir tetta var haldid heim a leid. Vid nadum godum tengslum vid bilstjorann okkar, hann baud okkur i hadegismat heim til fjolskyldu sinnar i dag i nyslatradan, heimaraektadan kjukling. Vid eigum inni hja honum matarbod i vikunni og um helgina faum vid ad fljota med honum til Monkey Bay, sem er naesti afangastadur okkar.
Framundan er annasom vika, aetlum i fjallgongu, a munadarleysingjahaeli, skoda einkaspitala og fara a adal skemmtistad baejarins auk tess audvitad ad maeta a spitalann a hverjum degi. Vid erum oneitanlega farnar ad hlakka til ad komast ut ur ongtveiti Blantyre yfir i ferskara andrumsloft Lake Malawi.
Kvedja fra solbrunu skvisunum,
HIS :)


::Sólveig:: |17:09|

-----------------------------

Comments: Skrifa ummæli















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn