Læknanemar í­ Malawí­
28 febrúar, 2007

Jæja þá erum við komnar heilar á höldnu til Monkey Bay og búnar að koma okkur vel fyrir í villunni sem við búum í... Við vorum að vísu ekki alveg vissar um hvort við kæmumst heilar á höldnu á áfangastað á sunnudagskvöldið því eftir vel heppnuð flug tók við minna heppnuð rútuferð í minibus-unum sem stelpurnar hafa lýst svo skemmtilega. Í okkar farartæki voru sem sagt 26 manns auk ýmis varnings og annars farangurs. Okkur leið s.s. eins og vel krömdum sardínum í dós þegar við komust hingað eftir að hafa þurft að múta bílstjóranum til að keyra okkur alla leið. Þetta var samt allt þess virði þegar við fórum að sofa í prinssessu-moskítónetunum okkar!
Vikan hefur síðan farið rólega af stað hér í Monkey Bay og ágætur maður hefur kennt okkur það að á Íslandi stjórnar tíminn fólkinu en hér stjórnar fólkið tímanum... þessu höfum við svo sannarlega komist að! Við höfum verið að skoða okkur um á heilsugæslunni hér og eru aðstæður vægast sagt mjög bágbornar m.v. það sem við þekkjum að heiman. Við vorum búin að búa okkur undir að þetta væri frumstætt en samt kom okkur þetta í opna skjöldu! Maður þarf liggur við að halda aftur af tárunum á stofugangi hérna þegar maður horfir á veiku börnin án þess að geta gert mikið fyrir þau! Við reynum að skrifa meira um starfsemina hérna þegar við erum búin að vera lengur hér en við fáum að öllum líkindum að vera hér í tvær vikur í staðinn fyrir eina enda er margt að sjá hérna! Á kvöldin höfum við svo verið að hafa það huggulegt og reynt að elda góðan mat á milli þess sem við veiðum froska og köngulær til að henda út úr húsinu okkar! Fyrir áhugasama er æðislegt veður hérna, léttskýjað og logn, passlega heitt og þrumur og eldingar þegar við erum í rólegheitum heima á kvöldin!
En svona er Malawi í dag sem sagt! Reynum að láta heyra í okkur fljótlega aftur!
Kveðja frá azungu í Malawi, Hjördís, Eva og Magga Dís


::hjordis:: |12:40|

-----------------------------

Comments: Skrifa ummæli















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn