| Læknanemar í Malawí | ||
|
Nú er ferðalag okkar þriggja í seinna holli að hefjast. Við erum búnar að vera fyrri hluta valtímabilsins okkar á sjúkrahúsinu í Lundi og átt góðan tíma hér! Á morgun leggjum af stað til Kaupmannahafnar ef veður leyfir. Svíþjóð ákvað nefnilega að kveðja okkur með snjóstormi sem hefur lamað allar almeningssamgöngur hér syðst í Svíþjóð og umferð yfir Eyrasundsbrúna hefur verið takmörkuð. Við vonum bara að það verði komið í lag á morgun en annars notum við bara “gömlu” aðferðina og finnum okkur bát yfir til Danmerkur. Á laugardaginn fljúgum við svo til Amsterdam, þaðan til Nairobi og verðum komnar tæpum sólahring síðar til Lilongwe. Erum orðnar mjög spenntar að komast úr kuldanum hér yfir í hitann fyrir sunnan miðbaug. síðustu dögum erum við búnar að eyða í að redda okkur öllum nauðsynlegum búnaði og að lesa okkur til um Malawi. Planið okkar er þannig að fyrstu vikuna verðum við í Monkey Bay og fylgjumst með starfseminni á heilsugæslustöð þar. Síðan verðum við þrjár vikur í höfuðborginni Lilongwe á háskólasjúkrahúsi þar. Annars skilst okkur að plön séu ekki mjög heilög þarna úti þannig að við erum undir það búnar að þetta gæti verið eitthvað breytt þegar við mætum á svæðið. Við reynum síðan að láta vita af okkur sem fyrst aftur eða eftir því sem nettengingar þarna í Malawi leyfa! Hjördís, Eva og Magga Dís
Comments:
Skrifa ummæli
|
||