Læknanemar í­ Malawí­
06 mars, 2007

Fórum í dag að heimsækja tvo skóla sem eru hér á vegum ICEIDA. Fyrri skólinn er í Msaka og var þúsund barna skóli með tíu kennara. Þar var vel tekið á móti okkur og bornin fylktust að okkur og vildu oll fá myndir teknar og halda í hendina á okkur. Seinni skólinn var nýbyggður og fyrsti dagurinn í nýja húsnæðinu í dag. Þar voru eldri krakkar og færri í hverjum bekk.
Eftir mat vorum við hjá tanntækninum hér í Monkey Bay hospital. Hann sýndi okkur aðstöðuna sína og þegar við komum um tvö þá hafði hann þegar dregið tennur úr 25 manns. Þetta kallast dugnaður. Hins vegar höfðu hanskarnir klárast um daginn og því varð ekki frekari móttaka í dag.
Við höfum einnig gleðifréttir að færa. Fyrsta daginn okkar hér í MB fæddist barn mannsins sem vinnur í þvottahúsinu. Hann kom stoltur til okkar og tilkynnti um fæðingu fyrstu dóttur sinnar og bað okkur um að gefa barninu nafn, við héldum að hann væri að grínast. Í dag kom hann til okkar og spurði hvort við hefðum gleymt því að við bærum ábyrgð á því að gefa barninu nafn… þá bættum við úr því í snatri og fengum því þann heiður að gefa þessu fallega malavíska stúlkubarni nafnið Evadís í höfuðið á okkur þríeykinu. Þessi mynd er af stoltum föður.


Bestu kveðjur heim,
HEM


::Eva:: |13:06|

-----------------------------

Comments: Skrifa ummæli















5. jan: Lagt af stað
11. jan: Vika 1




Frumtök styrkja okkur
með niðurgreiðslu á
fluginu. Þökkum við
þeim kærlega fyrir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands
Læknanemar
Háskóli Ísland
Hjálparstarf kirkjunar
Landlæknir
Forvarnarstarfið
Landspítalinn
Röntgen Domus
Mogginn