Læknanemar í Malawí | ||
Eftir mat vorum við hjá tanntækninum hér í Monkey Bay hospital. Hann sýndi okkur aðstöðuna sína og þegar við komum um tvö þá hafði hann þegar dregið tennur úr 25 manns. Þetta kallast dugnaður. Hins vegar höfðu hanskarnir klárast um daginn og því varð ekki frekari móttaka í dag. Við höfum einnig gleðifréttir að færa. Fyrsta daginn okkar hér í MB fæddist barn mannsins sem vinnur í þvottahúsinu. Hann kom stoltur til okkar og tilkynnti um fæðingu fyrstu dóttur sinnar og bað okkur um að gefa barninu nafn, við héldum að hann væri að grínast. Í dag kom hann til okkar og spurði hvort við hefðum gleymt því að við bærum ábyrgð á því að gefa barninu nafn… þá bættum við úr því í snatri og fengum því þann heiður að gefa þessu fallega malavíska stúlkubarni nafnið Evadís í höfuðið á okkur þríeykinu. Þessi mynd er af stoltum föður. HEM
Comments:
Skrifa ummæli
|