Læknanemar í Malawí | ||
Jæja, þá er farið að styttast í annan endan á dvölinni okkar hér í Monkey Bay. Tíminn hérna er búin að vera alveg frábær og þvílíkt lærdómsríkur. Ekki skemmir fyrir að hafa allt þetta yndislega fólk frá ICEIDA í kringum okkur og erum við þeim endalaust þakklátar fyrir alla hjálpina og félagsskapinn. Vid ætlum að nota tækifærið fyrst að vid komumst í tölvu til að skrifa að taka aðeins saman nokkrar staðreyndir um Monkey Bay og það sem er að gerast á spítalanum. Það verður bara að líta á þetta blogg sem nokkurra daga blogg, enda er það nógu langt... Reiknum ekki með því að komast á netið aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi þegar við komum til Lilongwe. ![]() Spítalinn sem við höfum verið á hér í Monkey Bay heitir Monkey Bay Community Hospital (MBCH). Spítalinn sér síðan um 4 aðrar heilsugæslustöðvar hér á svæðinu (sem er eitt af fimm svæðum í Mangochi héraðinu). Í Monkey Bay héraðinu eru ca 110.000 manns en sú tala er svolítið á reiki eins og margt annað í þessu landi. Á spítalanum eru rúm fyrir 30 sjúklinga en hingað koma ca 300 manns á dag í móttökuna. Eins og stelpurnar voru búnar að lýsa í Blantyre, þá sjá ættingjarnir um alla aðhlynningu og að elda fyrir sjúklingana. Það er þó ekki eins og það sé einhver sérstök aðstaða fyrir þetta hlutverk aðstandendanna og því er oft erfitt að ganga um gangstéttina fyrir utan legudeildina því þar situr fólk og eldar mat handa sjúklingunum. Hérna er líka fæðingardeild þar sem fæðast að meðaltali 3 börn á sólarhring (amk meðan við höfum verið hérna), en að meðaltali eignast hver kona í Malawi 6,7 börn (miðað við ca 2 börn heima). Helmingurinn af börnunum sem faedast i heradinu faedast her a deildinni en hinn helmingurinn fæðast heima með aðstoð sérstakra sjálfboðaliða (traditional birth attendants) ef það næst í þær. Það er engin skurðdeild hérna (ekki enn, það er verið að byggja hana, en það er ekki enn vitað hvernig á að manna skurðdeildina þannig að það er ekki farið út í að kaupa tæki á skurðstofuna ennþá), þannig að ef það þarf að taka börnin með sogklukku eða gera keisaraskurð þá þarf að flytja konuna til Mongochi sem er 65 km sunnan við MB. Flutningurinn er með sjúkrabíl... eða ef sjúkrabíll má kalla.... það eina sem þessi sjúkrabíll hefur sameiginlegt með sjúkrabílunum heima er ljósið á þakinu (sem reyndar er rautt hér). Það er ekki nógu mikið starfsfólk hérna til að fylgja konunum til Mangochi þannig að það fellur í hlut ættingjanna að fylgja konunni (og öðrum sjúklingum sem þarf að flytja) í sjúkrabílnum. Ekki nog med ad þetta sé 65 kilometra í burtu heldur er vegurinn bókstaflega eins og þvottabretti þannig ad ferðalagið þangað er ca eins og hálfs klukkutíma langt!! ![]() ![]() Hérna við stöðina eru að öllu jöfnu ekki læknar sem sjá um læknisþjóunstuna heldur svo kallaðir læknatæknar (clinical officers) sem hafa 4 ára háskólanám að baki og læknaliðar (medical assistants) sem hafa 2 ára háskólanám að baki ad baki. Þeir sem útskrifast sem læknar fra Malawi eru víst oftast fljótir ad koma sér úr landi þar sem þeir fá betri laun. Læknatæknirinn sem var með okkur í morgunsegist fá ca 15000 ísl kr á mánuði í laun en margir læknatæknar geta þrefaldað launin sín ef þeir yfirgefa Malawi og fara að vinna fyrir samtök eins og “Læknar án landamæra”. Hérna er að vísu mjög ódýrt að lifa en engan vegin það ódýrt að maður geti leyft sér mikinn munað ef maður er med 15000 kr i mánaðarlaun. Thjonustufolkid i husum ICEIDA sem vid buum i eru med 6-7000 kr i manadarlaun og thad teljast vera nokkud god laun her! Verdlagid herna er thannig ad madur getur keypt thad sem er raektad herna a svaedinu fyrir smapening en ef madur aetlar ad kaupa eitthvad innflutt tha er thad ekkert mikid odyrara en i Noatuni og jafnvel dyrara. Vid keyptum t.d. litla tunfiskdos a 250 kr um daginn og fannst thad thvilikt ran thvi vid vorum nybunar ad kaupa poka stutfullan af thvi graenmeti sem markadurinn bydur upp a thessa dagana a svipadan pening. Jaeja, hadegishleid ad verda buid og vid tekur framhald af stofugangingum i morgun sem er ovenju langur og mikid af mjog veiku folki med AIDS, berkla, malariu og annad sem er ekki daglegt braud heima en thvi midur allt of daglegt braud herna... Thetta er tho ekki allt upptalid og kannski skrifum vid meira um Monkey Bay i naestu viku annars verdid thid bara bida spennt eftir framhaldinu thangad til vid komum heim eftir thrjar vikur. ![]() Takk kaerlega fyrir oll kommentin, aedislegt ad fa svona kvedjur fra ykkur thegar madur er svona einangradur og langt i burtu! Latum nokkrar myndir flakka med en eigum thvi midur enga ef Evudis en her er alveg endalaust mikid af saetum bornum sem vid hofum tekid myndir af! ![]()
Comments:
Skrifa ummæli
|