Læknanemar í Malawí | ||
![]() Jæja, þá erum við allar 6 komnar til Íslands á ný! Við þrjár komum heim eftir mjööööög langt ferðalag sem innihélt m.a. stopp á 7 flugvöllum í 7 löndum á rétt rúmum sólarhring. Ef við höfum eitthvað lært á þessari ferð okkar þá er það að það er mjög lítið verið að stressa sig á tímanum í Afríku... eitthvað sem við áttum oft mjög erfitt við að sætta okkur við! Það er kannski ekki rétt að segja "ef við höfum lært eitthvað...." því að það er ekki spurning; allt í Malawi er svo gjörólíkt því sem við nokkurn tíman höfum kynnst hér á Íslandi, hvort sem það er inni á spítalanum eða utan hans. Eins og Magga sagði í síðasta bloggi þá vorum við Hjördís á Bottom Hospital síðasta daginn okkar og ég held að við höfum séð meira þessa 8 klst sem við vorum þar en 8 vikurnar á fæðingardeildinni heima í fyrravor..... Nú tekur við 6 vikna próflestur fyrir lokaprófið okkar í maí. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, bæði þið sem hafið fylgst með okkur í gegnum bloggið en sérstaklega líka öllu því frábæra fólki sem við kynntumst í Malawi!
Comments:
Skrifa ummæli
|